Örfræðslupakkar
Alda býður nú upp á staka örfræðslupakka. Pakkarnir innihalda aðgang að örfræðsluefni Öldu, vinnustofur og fleira. Hér fyrir neðan er listi af þeim pökkum sem eru í boði, til að sjá nánari upplýsingar er hægt að ýta á hvern pakka.
Sérðu ekki umræðuefnið sem þú ert að leita að? Ekki hika við að hafa samband og við getum örugglega græjað það!
Aðgengi og fötlun
Með stafrænni örfræðslu, vinnustofu og hagnýtu stuðningsefni, læra leiðtogar og starfsfólk um aðgengi og fötlunarfordóma á vinnustöðum. Enn fremur stuðlar fræðslupakkinn að því að starfsfólk styðji hvort annað og fái tæki og tól til að byggja upp menningu sem einkennist af virðingu og öryggi.
EKKO-pakkinn
Öruggur vinnustaður skiptir máli fyrir okkur öll.
Með stafrænni örfræðslu, vinnustofu og hagnýtu stuðningsefni, lærir starfsfólk að þekkja skaðlegt hegðunarmynstur, styðja hvert annað og stuðla að menningu sem einkennist af virðingu og öryggi.
Tökum breytingaskeiðið inn í samtalið
Stuðningsríkt starfsumhverfi er algjört lykilatriði fyrir fólk á breytingaskeiðinu og getur aukið starfsánægju, dregið úr fjarveru og stuðlað að því að reynslumikið starfsfólk blómstri áfram í starfi.
Með fræðslupakka Öldu fá vinnustaðir aðgang að stafrænni og leikjavæddri örfræðslu, erindi frá Öldu og hagnýtu stuðningsefni. Starfsfólk og stjórnendur læra að þekkja einkenni, veita virkan stuðning og skapa vinnuumhverfi þar sem öll geta blómstrað.



