Örfræðslupakkar
Alda býður nú upp á staka örfræðslupakka. Pakkarnir innihalda aðgang að örfræðsluefni Öldu, vinnustofur og fleira. Hér fyrir neðan er listi af þeim pökkum sem eru í boði, til að sjá nánari upplýsingar er hægt að ýta á hvern pakka.
Sérðu ekki umræðuefnið sem þú ert að leita að? Ekki hika við að hafa samband og við getum örugglega græjað það!
EKKO-pakkinn
Öruggur vinnustaður skiptir máli fyrir okkur öll. EKKO pakki Öldu hjálpar teymum að skilja, fyrirbyggja og bregðast við einelti, ofbeldi, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni.
Með stafrænni örfræðslu, vinnustofu og hagnýtu stuðningsefni, lærir starfsfólk að þekkja skaðlegt hegðunarmynstur, styðja hvert annað og stuðla að menningu sem einkennist af virðingu og öryggi.
Breytingaskeiðið á vinnustað
Breytingaskeiðið er eðlilegur hluti af lífinu, en það fær sjaldan þá athygli sem það verðskuldar. Þessi pakki frá Öldu eykur þekkingu, styrkir samkennd og eflir sjálfstraust í kringum breytingaskeiðið.
Með stafrænni og leikjavæddri örfræðslu, vinnustofu frá Öldu og hagnýtu stuðningsefni lærir starfsfólk og stjórnendur að þekkja einkenni, veita virkan stuðning og skapa vinnuumhverfi þar sem öll geta blómstrað.


