Fræðslupakkar Öldu
EKKO-pakkinn
Öruggur vinnustaður skiptir máli fyrir okkur öll. Með stafrænni örfræðslu, vinnustofu og hagnýtu stuðningsefni, lærir starfsfólk að þekkja skaðlegt hegðunarmynstur, styðja hvert annað og stuðla að menningu sem einkennist af virðingu og öryggi.
Tvö örnámskeið í sex hlutum
Fræðsla gegn áreitni
Skildu hvað felst í kynferðislegri áreitni og að hún getur verið munnleg, táknræn eða líkamleg.
Lærðu um „quid pro quo“ og áreitni í fjandsamlegu vinnuumhverfi.
Kynntu þér samþykki sem lykilhugtak í forvörnum gegn áreitni.
Notaðu Samþykkishandbókina til að læra hvernig á að biðja um og virða samþykki.
Fræðsla gegn einelti
Prófaðu þekkingu þína á einelti á vinnustað og lærðu að þekkja algeng einkenni og hegðunarmynstur.
Lærðu hvernig á að bera kennsl á, bregðast við og hjálpa til við að fyrirbyggja einelti á þínum vinnustað.
Hagnýtt erindi: Öruggir vinnustaðir
Sérfræðingur frá Öldu heldur erindi fyrir vinnustaðinn sem eykur skilning og styður við fyrirbyggjandi aðgerðir gegn áreitni og einelti.
Verkfærakista
Með helstu atriðum sem hægt er að nálgast hvenær sem er!
* Tengist við fræðslukerfi eða sent í gegnum Teams, Slack eða önnur samskiptakerfi.
Verð












